Kröfur áfangans samsvara hæfnisþrepi A1-A2 í Evrópska tungumálarammanum. Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa grunnþætti tungumálanáms, þ.e. lestur, tal, ritun og hlustun.
Einkunn 1-4 á grunnskólaprófi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnhugtökum í málfræði og almennri setningaskipan
völdum textum úr fjölmiðlum og bókmenntum
uppbyggingu einfaldra ritunarverkefna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa nokkuð fjölbreytta texta og tjá lesskilning og ýmis atriði þeim tengdum
byggja upp ritunarverkefni, setningarskipan og röklegu samhengi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
túlka megininnihald lesinna texta
taka þátt í umræðum og færa rök fyrir máli sínu í ræðu og riti
skilja daglegt mál og almennt fjölmiðlaefni
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá