Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431959496.67

  Tölvubókhald
  BÓKF2TÖ05
  15
  bókfærsla
  Tölvubókhald
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Nemendur læra tölvubókhald. Tölvutækni notuð til þess að færa bókhald eftir kennslubók og fylgiskjölum. Kennt er um tölvubókhaldskerfi og varðveislu gagna. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á hvernig fjárhagsbókhald sækir upplýsingar í birgðabókhald, viðskiptamannabókhald, sölubókhald og launabókhald. Kynntir eru möguleikar á skýrslugerð ásamt túlkun og greiningu upplýsinga.
  BÓKF2BF05 (BÓK2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • tölvubókhaldi.
  • innkaupum og sölu á vörum í tölvubókhaldi.
  • uppgjöri á virðisaukaskatti.
  • gerð rekstrarreiknings.
  • gerð efnahagsreiknings.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að nota innsæi sitt við að leysa vandamál í tölvubókhaldi.
  • að finna villur sem koma upp.
  • gera bakfærslu til að leiðrétta villur.
  • annast netbókhald, þ.e. bókhald sem keyrt er yfir netið.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • færa bókhald í tölvum, sem er metið með verkefnavinnu og prófum.
  • færa bókhald í netbókhaldi, sem er metið með verkefnavinnu og prófum.
  • vinna við tölvukeyrt bókhald af ýmsum gerðum undir stjórn sérfræðins sem er metið með verkefnavinnu og prófum.
  Verklegar æfingar og próf.