Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431960614.79

  Bókfærsla 3
  BÓKF2ÁB05
  16
  bókfærsla
  bókhald, uppgjör, ársreikningar
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  Uppgjör og gerð ársreiknings. Frekari umfjöllun um grundvallarhugtökin eignir, skuldir, gjöld og tekjur. Kunnátta er dýpkuð varðandi afskriftir, bókun verðbréfa, færslur vegna inn- og útflutnings, og varðandi vörur í tolli. Einnig farið yfir ítarlegri reglur um bókun virðisaukaskatts og bókanir varðandi vexti og verðbætur. Farið yfir bókanir varðandi stofnun og slit fyrirtækja, samruna og fjárhagslega endurskipulagningu. Meginstef áfangans er gerð ársreikninga.
  BÓKF2BF05 (BÓK2A05)
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallarhugtökum tvíhliða bókhalds.
  • bókhaldshringrásinni.
  • uppgjöri og gerð ársreikninga.
  • vaxtafærslum.
  • aðalbókarfærslum af ýmsu tagi.
  • rekstrarreikningi.
  • efnahagsreikningi.
  • viðskiptamannabók.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • færa flóknar dagbókarfærslur.
  • gera millifærslur varðandi uppgjör.
  • stilla upp ársreikningi.
  • gera upp virðisaukaskatt og nota uppgjörsgögn þar að lútandi.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • gera uppgjör og loka bókhaldi viðkomandi tímabils með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum úr bókhaldi fyrirtækis. Ganga frá rekstrar- og efnahagsreikningi fyrirtækis sem er metið með verklegum æfingum og skriflegu prófi.
  • gera færslur varðandi inn- og útflutning sem er metið með verklegum æfingum og skriflegu prófi.
  • gera millifærslur í bókhaldinu með hliðsjón af athugasemdum, svo sem varðandi afskriftir, birgðatalningu, fyrirfram og ógreiddan kostnað. Þetta er metið með verklegum æfingum og skriflegu prófi.