Hagstjórn, skipulag hagkerfisins og samspil afla í því
Samþykkt af skóla
3
5
Fjallað er um hagstjórn, skipulag hagkerfisins og samspil afla í því. Kenningar klassískra og keynesiskra hagfræðinga útskýrðar. Kynnt eru margvísleg hagfræðileg efni. Í hagstjórn er horft á stóru myndina, þ.e. hagkerfið í heild, heilar atvinnugreinar, heildareftirspurn og heildarframboð, rekstur hins opinbera, aðila vinnumarkaðar, bankakerfi, tekjur og gjöld ríkisins. Fjallað er um þjóðarframleiðslu, inn- og útflutning, verðlagsþróun og vísitölur. Fjallað er um teygni framboðs og eftirspurnar, einkenni markaða, framboð og eftirspurn á mörkuðum, inn- og útflutning, hlutverk banka í efnahagshringrásinni og um helstu hagstærðir þjóðarbúsins og innbyrðis tengsl þeirra. Meginþættir í efnahagsþróun eru teknir fyrir og hagræn vandamál skoðuð með dæmum úr íslensku efnahagslífi. Nemendur öðlast þekkingu á uppbyggingu og skipulagi þjóðfélagsins og stofnana þess og hvernig ríkisstjórn og fjármálayfirvöld ná best markmiðum sínum varðandi rekstur efnahagslífsins, atvinnumál og fjármögnun og framkvæmdir af ýmsu tagi. Gengismál, greiðslujöfnuður og verðbólga verða einnig til umfjöllunar.
REKH2ME05 (HAG2B05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
meginkenningum í hagstjórn.
samsetningu einkaneyslu og samneyslu.
hvernig skýra á út og reikna þjóðarframleiðslu og landsframleiðslu.
þýðingu útflutnings og innflutnings fyrir þjóðarhag.
hlutverki peningakerfis og bankakerfis.
mikilvægi utanríkisviðskipta, gengis og hagvaxtar.
útreikningi verðbólgu og verðhjöðnunar.
hlutverki heimila, fyrirtæki og hins opinbera í efnahagslífinu og vali og fórnarkostnaði.
samspili aðila vinnumarkaðar.
einkennum markaðshagkerfis, blandaðs hagkerfis og miðstýrðs hagkerfis.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilgreina þjóðarframleiðslu, einkaneyslu, samneyslu og fjárfestingar.
greina hvernig hagstjórnartæki eru notuð.
greina samhengi skatta og fjármála hins opinbera.
lýsa heildarstraumum í efnahagslífinu.
greina peningamarkað og vaxtamál.
reikna teygni heildarframboðs og eftirspurnar.
greina samhengi verðbólgu og atvinnuleysis.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna með meginatriði í efnahagslífi þjóðarinnar, skilgreina þjóðarframleiðslu skv. gögnum um hana, t.d. þjóðhagsreikningum, ennfremur að skilja hvernig bankakerfið virkar og greina frá hlutverki inn- og útflutnings sem er metið með prófum og verkefnum.
vinna með markaði fyrir vörur í heild og greina ástand vinnumarkaður sem er metið með prófum og verkefnum.
lesa úr línuritum og notfæra sér internetið til öflunar hagfræðilegra upplýsinga sem er metið með prófum og verkefnum.