Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1431962790.88

  Þjóðhagfræði 3
  HAGF3AL05
  8
  hagfræði
  Alþjóðahagfræði
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Alþjóðahagfræði. Hugmyndir og kenningar um milliríkjaviðskipti og alþjóðlega samvinnu, þar á meðal skipulag heimsviðskipta og samspil afla í því. Alþjóðlegar stofnanir og samtök eru kynnt og áhrif þeirra á íslensk efnahagsmál (Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar). Til umfjöllunar eru einkenni fjölþjóðafyrirtækja og alþjóðleg gjaldeyrisviðskipti, gjaldeyrismarkaðir, samningar um fríverslun, viðskipti við lönd utan EES, viðskipti milli ríkra þjóða og fátækra, algjörir og hlutfallslegir yfirburðir í milliríkjaviðskiptum.
  REKH2ME05, HAGF3HS05 (HAG2B05 og HAG3A05 (Þjóðhagfræði 1 og 2))
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • meginkenningum í alþjóðlegri hagstjórn.
  • samsetningu heimsviðskipta.
  • áhrifum alþjóðasamtaka og bandalaga á efnahag Íslands.
  • þýðingu útflutnings og innflutnings fyrir þjóðarhag.
  • hlutverki alþjóðlegs peningakerfis og bankakerfis.
  • mikilvægi utanríkisviðskipta og gengisþróunar.
  • hvernig reikna má viðskiptakjör.
  • stöðu Íslands í heimsviðskiptaumhverfi.
  • samspili alþjóðlegra stofnana og aðila.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • greina stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna.
  • skilgreina viðskiptakjör, greiðslujöfnuð, afgang eða halla.
  • útskýra þýðingu alþjóðlegrar fjárfestingar.
  • skilja hvernig alþjóðleg efnahagsmál þróast.
  • sjá áhrif ESB á efnahagsmál Íslands.
  • lýsa heildarstraumum í utanríkisviðskiptum.
  • greina alþjóðlegan peningamarkað og vaxtakjör.
  • greina áhrif viðskiptakjara á verðbólgu og atvinnustig.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • vinna með meginatriði í utanríkisviðskiptum þjóðarinnar, skilgreina stöðu og horfur Íslands skv. gögnum, t.d. þjóðhagsreikningum, ennfremur að greina hvernig hið alþjóðlega bankakerfi virkar og greina frá hlutverki inn- og útflutnings sem er metið með prófum og verkefnum.
  • skilja hvernig helstu hagstjórnartæki eru notuð hvað varðar utanríkisviðskipti og alþjóðasamskipti og vinna með innlenda og erlenda markaði fyrir vörur í heild og meta áhrif þeirra á ástand vinnumarkaðs sem er metið með prófum og verkefnum.
  • lesa úr línuritum og notfæra sér internetið til öflunar hagfræðilegra upplýsinga sem er metið með prófum og verkefnum.
  Tímaverkefni, próf og ástundun.