Fjallað er um fjármál einstaklinga og helstu hugtök á sviði fjármála almennt. Áhersla er lögð á þjálfun í hlutfalla- og prósentureikningi. Vaxtareikningur, vísitölur, gengisútreikningar á gjaldmiðlum og útreikningar varðandi skuldabréfalán til skamms og langs tíma. Einnig er fjallað um verðbréfamarkaði, hlutabréf og markaðsverðbréf. Mikil áhersla er á að auka hæfni nemenda til að leysa dæmi tengd fjármálum.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hlutfallareikningi.
prósentureikningi.
vaxtareikningi.
nafnvöxtum og raunvöxtum.
kaupverði, gengi, afföllum og yfirverði skuldabréfa.
vísitölum.
útreikningi á gengi gjaldmiðla.
verðtryggingu.
freiðsluröðum og skuldabréfum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að nota reiknivélar við að leysa dæmi úr daglega lífinu.
að nota töflureikni eða annan hentugan hugbúnað við lausn verkefna.
útreikningum sem hafa almennt hagnýtt gildi.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
reikna álagningu og afslætti í verslun og reikna vinnulaun og opinber gjöld starfsmanna sem er metið með skriflegu prófi.
fylgjast með verðbólgu og verðlagshækkunum sem er metið með skilaverkefnum.
fjalla um markað fyrir helstu tegundir verðbréfa sem er metið með hóp – og einstaklingsverkefnum.
fjalla um íbúðalán, jafnar afborganir og annuitetslán, bílalán, raðgreiðslur sem er metið með hóp – og einstaklingsverkefnum.
gera greiðsluáætlanir til skamms og langs tíma sem metið er með hóp – og einstaklingsverkefnum
nota töflureikni eða annan hentugan hugbúnað við lausn verkefna í tölvum sem er metið með skriflegum verkefnum og prófum.
Verklegar æfingar, próf og einstaklings- og hópverkefni þar sem reynir á getu nemenda til að nota tölvur og reiknivélar við lausn fjármálalegra viðfangsefna.