Fjármálastjórn, ísl. verðbréfamarkaður og hugtök á sviði fjármála almennt
Samþykkt af skóla
3
5
Fjallað er um helstu atriði fjármálastjórnar, íslenskan verðbréfamarkað og hugtök á sviði fjármála almennt. Áhersla er lögð á þjálfun í að reikna vænta ávöxtun og áhættustýringu. Sýndar aðferðir við að meta áhættu á verðbréfamörkuðum.
Stuðst er við töflureikni til að gera útreikninga og fá fram línurit af ýmsu tagi. Farið yfir aðferðir við mat á eignum og vaxtareikning, vísitölur, gengisútreikninga á gjaldmiðlum og útreikninga varðandi skuldabréfalán til skamms og langs tíma. Einnig er fjallað um erlenda verðbréfamarkaði, hlutabréf og markaðsverðbréf. Mikil áhersla er á að auka hæfni nemenda til að leysa dæmi tengd fjármálum.
FJMÁ2FE05 (FJÁ2A05)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
verðbréfamörkuðum.
áhættureikningi.
ávöxtunarreikningi
stjórnun fjármála hjá fyrirtæki.
kaupverð, gengi, afföllum og yfirverði skuldabréfa.
vísitöluútreikningi.
útreikningi á gengi gjaldmiðla.
verðbótum og verðtryggingu.
greiðsluröðum og skuldabréfum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að nota reiknivélar við að leysa dæmi úr daglega lífinu.
að nota töflureikni eða annan hentugan hugbúnað við lausn verkefna.
útreikningum sem hafa almennt hagnýtt gildi í stjórnun fjármála.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fjalla um markaði fyrir helstu tegundir verðbréfa sem er metið með hóp – og einstaklingsverkefnum.
reikna ávöxtun verðbréfa sem er metið með verkefnum og skriflegu eða munnlegu prófi.
fjalla um áhættu og gera áætlanir í fjármálum til skamms og langs tíma sem metið er með einstaklings- og hópverkefnum og skriflegu eða munnlegu prófi.
nota töflureikni eða annan hentugan hugbúnað við lausn verkefna í tölvum sem er metið með skriflegum verkefnum og prófum.
Við námsmat eru notaðar verklegar æfingar og skrifleg eða munnleg próf til að kanna skilning nemenda á námsefninu í samræmi við markmið áfangans. Einnig einstaklings- og hópverkefni þar sem reynir á getu nemenda til að nota tölvur og reiknivélar við lausn fjármálalegra viðfangsefna.