Kynnt eru grunnhugtök og meginviðfangsefni markaðsfræðinnar. Áhersla er lögð á að auka skilning nemenda á gildi markaðsstarfs fyrir neytendur, fyrirtæki og samfélagið í heild. Leitast er við að nemendur tileinki sér markaðslega hugsun. Fjallað er um söluráða og samval þeirra við markaðssetningu. Kynnt eru fyrir nemendum helstu atriði er varða umhverfi fyrirtækja, markaðshlutun, markaðsrannsóknir, markaðsáætlanir og vinnubrögð við markaðssetningu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sölutækni.
markaðsstarfi.
afstöðu fyrirtækja til markaðarins.
söluráðum (vara, verð, kynning og dreifing).
umhverfi fyrirtækja og samkeppnisformum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina hegðun viðskiptavina.
skilja hvernig góð sölumennska fer fram.
segja frá kostum vöru sem þeir selja.
tala við viðskiptavini á árangursríkan hátt.
selja vörur og þjónustu.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nota góð vinnubrögð í markaðssetningu og að gera samkeppnisgreiningu, gera markaðshlutun, skoða kaupvenjur viðskiptavina, fylgjast með vöruþróun, sjá út líftíma vöru sem er metið með skilaverkefnum og prófum.
vinna að markaðssetningu, gera markaðsrannsóknir, búa til markaðsáætlanir og styrkja ímynd fyrirtækis sem er metið með verkefnum og prófum.