Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1431998312.46

    LJÓSMYNDUN
    LJÓS2SM05
    8
    ljósmyndun
    listljósmyndun, myndvinnsla, stafrænar myndavélar
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er fjallað um ljósmyndun og margmiðlun sem tjáningarform og tæki til að skapa margvísleg áhrif. Markmið áfangans er að nemandinn ná betri tökum á ljósmyndatækninni og átti sig á möguleikum ljósmyndunar og margmiðlunar. Þeir kynnast þeirri tækni sem liggur að baki ljósmyndinni og þróun í gegnum 200 ára sögu ljósmyndunar allt til nútíma tölvutækni og margmiðlunar. Nemendur þjálfast í stúdíóljósmyndun, lýsingatækni og lagfæringu ljósmynda með gömlum og nýjum aðferðum. Listræn ljósmyndun er kynnt og lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemandans og að hann geti skilað af sér ljósmyndaverki sem er alfarið hans eigin smíð. Nemendur kynnast fræðilegum forsendum myndmáls og myndlæsi í því skyni að efla skilning þeirra og þjálfa þá í að tjá sig á gagnrýninn og merkingarbæran hátt. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemandans, svo hann verði fær um skila af sér myndefni i formi rannsóknarvinnu með mismunandi túlkunarleiðum og tækniaðferðum.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu, aðferðum og hugtökum ljósmyndunar
    • eigin styrkleika til að nýta sér í margs konar hugmyndasmíði og sköpun
    • stafrænum ljósmyndavélum og myndvinnsluforritum
    • ljósmyndun og margmiðlun sem tjáningarformi og tæki til að skapa margvísleg áhrif
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota stafrænar ljósmyndavélar við listsköpun sína við hinar ýmsu aðstæður
    • beita myndvinnsluforritum við tölvuvinnslu ljósmynda og geti valið viðeigandi leið með tilliti til verksins
    • vinna með margbreytilegar leiðir í ljósmyndun
    • taka stúdíóljósmyndir
    • lagfæra ljósmyndir með ýmsum aðferðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna frumkvæði og skapandi nálgun í verkum sínum
    • tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um eigin verk og annarra af þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
    • meta listrænan styrk sinn og rannsaka eigin verk út frá gildi þeirra
    • sýna sjálfstæð vinnubrögð og vera fær um skila af sér myndefni i formi rannsóknarvinnu og með mismunandi túlkunarleiðum og tækniaðferðum.
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá