Í áfanganum er fjallað um þróun myndlistar frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram til 1970. Viðfangsefni áfangans eru abstrakt-expressjónisminn í Bandaríkjunum, evrópsk list eftirstríðsáranna, nýdada, popplist, nýraunsæi, gjörningalist, vídeólist, hugmyndalist og mínímalismi. Helstu hugtök og heiti í samtímalist eru kennd. Átök milli módernismans og nýlistar sjöunda áratugarins eru skoðuð og greind. Íslensk list er skoðuð í samhengi við alþjóðlega strauma og stefnur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu straumum og stefnum í myndlist tuttugustu aldar
þróun samtímalistar í samhengi við helstu viðburði mannkynssögunnar
hugtökum og heitum í samtímalist
þekktustu listamönnum tuttugustu aldar og mikilvægi þeirra fyrir þróun myndlistar
öflun og úrvinnslu heimilda og gerð heimildaritgerðar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina listaverk út frá straumum og stefnum tuttugustu aldar
þekkja höfundareinkenni helstu listamanna tímabilsins
greina inntak og merkingu listaverka
skrifa heimildaritgerð og kynna efni hennar fyrir samnemendum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina listaverk frá síðari hluta tuttugustu aldar og setja þau í samhengi við helstu strauma og stefnur tímabilsins
þekkja verk helstu listamanna frá síðari hluta tuttugustu aldar
greina inntak og merkingu listaverka tímabilsins
geta skilið og notað helstu hugtök og heiti í listasögu tuttugustu aldar í umræðum og rituðu máli
Fjölbreytt námsmat þar sem nemandi beitir ofangreindum þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum.