Í áfanganum læra nemendur um þróun myndlistar frá 1975. Viðfangsefni áfangans eru nýlistir og áhrifin frá fluxus, listiðnaður á áttunda áratugnum, nýraunsæi í málaralist, nýja málverkið, skúlptúr og innsetningar, póst-módernismi og þróun samtímalistar á tuttugustu og fyrstu öldinni. Fjallað er um byggingarlistasögu tuttugustu aldar fram á þá tuttugustu og fyrstu. Íslensk myndlist og byggingarlist er skoðuð í samhengi við alþjóðlega strauma og stefnur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu straumum og stefnum í myndlist samtímans
þróun samtímalistar í samhengi við helstu viðburði í samtímanum
þróun samtímalistar í samhengi við strauma og stefnur í heimspeki samtímans
hugtökum og heitum í samtímalist
þekktustu listamönnum tuttugustu aldar og mikilvægi þeirra fyrir þróun myndlistar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina samtímalistaverk út frá straumum og stefnum samtímans
þekkja höfundareinkenni helstu listamanna samtímans
greina inntak og merkingu listaverka tímabilsins
greina byggingarlist tuttugustu aldar út frá helstu straumum og stefnum og höfundareinkennum arkitekta
undirbúa og kynna verkefni um samtímalist byggt á heimildum eða viðtali við listamann
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina samtímalistaverk og setja þau í samhengi við helstu strauma og stefnur
þekkja höfundareinkenni helstu listamanna samtímans
greina inntak og merkingu samtímalistar með hliðsjón af viðburðum samtímans og helstu heimspekikenningum
greina byggingarlist tuttugustu aldar og samtímans út frá straumum og stefnum
geta skilið og notað helstu hugtök og heiti í listasögu tuttugustu aldar í umræðum og rituðu máli
geta miðlað þekkingu sinni með fjölbreyttum hætti
Fjölbreytt námsmat þar sem nemandi beitir ofangreindum þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum. Áhersla er lögð á að nemandinn fylgist með innlendri og alþjóðlegri samtímalist og sé fær um að tjá sig um hana munnlega og skriflega.