Í vestrænni menningu hefur mannslíkaminn verið eitt mikilvægasta viðfangsefni listrænnar tjáningar. Í áfanganum er beina- og vöðvabygging mannslíkamans teiknuð. Jafnhliða er fyrirsæta teiknuð til að sannreyna anatómískar rannsóknir svo nemendur öðlist hlutlæga þekkingu og reynslu til að túlka og skilgreina hugmyndir sínar af innsæi og listrænum metnaði. Jafnframt er markmið áfangans að gera nemendur færa í að fylgja eigin listrænu fyrirætlunum án tæknilegra annmarka og að geta greint og rannsakað viðfangsefni myndlistar með akademískri aðferðarfræði.
hugtökum eins og lína, flötur, fjarvídd, yfirskurður og spennipunktur, jákvætt og neikvætt form
að geta skipulagt verk sín út frá tíma, stærð og efni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
að túlka og skilgreina fyrirmynd og hugmyndir af innsæi og ljá þeim listrænt gildi
að kunna skil á eðli frumdraga og ítarlegra teikninga
að beita teikningu til rannsóknar á viðfangsefnum myndlistar
að fylgja eigin listrænu fyrirætlunum án tæknilegra annmarka
að geta greint aðalatriði frá aukaatriðum í teikningu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þjálfa upp hæfni til að rannsaka viðfangsefni myndlistar með akademískum aðferðarfræðum
túlka hugmyndir sínar af innsæi og listrænum metnaði
takast á við kröfur um listrænt sjálfstæði og akademísk vinnubrögð á háskólastigi
hagnýta sér þekkingu sína og skapandi hugsun til áframhaldandi náms á öðrum þekkingarsviðum
beita breytilegri tækni í verkum sínum
Námsmat fer fram með leiðsagnarmati, sem felst í samfelldri endurgjöf kennara í kennslustundum á verk nemanda. Áhersla er lögð á samfellda þróun í verkum nemandans.
Þekking, leikni og hæfni nemandans er metin til einkunnar í annarlok af framsetningu og frágangi heildarverka nemandans, að teknu tilliti til ofangreindra námskrafna sem gerðar eru til hans og honum greint frá í upphafi annar í kennsluáætlun.