Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432033416.0

    Franska 2
    FRAN1HT05
    38
    franska
    Aukin færni í hlustun, lestri og ritun, tali
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Unnið að aukinni færni nemandans í hlustun, tali, lestri og ritun, jákvæðni gagnvart faginu og trú á eigin getu. Jafnhliða nýju efni eru orðaforði og málfræðiatriði, sem komið hafa fram í undanfaranum, rifjuð upp og sett í nýtt samhengi. Áfram er lögð sérstök áhersla á samtalsæfingar í para- og/eða hópvinnu. Viðfangsefnin eru m.a. tengd daglegu lífi, atvinnu, ferðalögum, fríi og liðnum atburðum. Veruleg áhersla er á aukinn orðaforða, málfræði og málskilning. Nemendur eru þjálfaðir í tali og ritun í tengslum við námsefnið. Nemendur fá fræðslu um þjóðlíf, siði og venjur samhliða námsefninu.
    FRAN1FB05 (FRA1A05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • almennum fyrirmælum kennara á frönsku í kennslustofunni.
    • daglegu talmáli þegar talað er við hann hægt og skýrt með þeim orðaforða sem hann þekkir.
    • notkun fransk-íslenskar orðabókar við upplýsingaöflun.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fylgja einföldum fyrirmælum og skilja helstu kveðjur og kurteisisávörp.
    • lesa einfalda texta með algengum orðaforða sem tengist nemanda, umhverfi hans og áhugamálum.
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og beita kurteisis- og málvenjum við hæfi.
    • segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og atburðum daglegs lífs með því að beita orðaforða og framburði á réttan og skýran hátt.
    • skrifa stuttan, einfaldan texta um sjálfan sig og sitt nánasta umhverfi, skrifa skilaboð o.fl.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt sem metið er með hlustunaræfingum og -prófum.
    • skilja einfalda lestexta sem metið er með skriflegum og munnlegum spurningum um innihald texta.
    • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir og segja á einfaldan hátt frá sjálfum sér, fjölskyldu sinni og atburðum daglegs lífs sem metið er með samtalsæfingum og munnlegu prófi.
    • skrifa stuttan einfaldan texta um sjálfa sig og sitt nánasta umhverfi sem metið er með ritunaræfingum og ritun á prófum.
    Hæfni nemenda er metin með hlustunarprófum, prófum í lesskilningi, ritunarprófum og munnlegum prófum.