Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432034004.71

    Franska 3
    FRAN1OM05
    39
    franska
    Aukið við orðaforða og ný málfræðiatriði tekin fyrir
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Byggt er markvisst á þeirri kunnáttu sem nemendur hafa þegar tileinkað sér. Aukið er við orðaforða og ný málfræðiatriði tekin fyrir. Auknar kröfur eru gerðar um sjálfstæð vinnubrögð nemenda og að þeir nýti sér ýmis hjálpargögn, s.s. orðabækur og þá möguleika sem upplýsingatæknin býður upp á. Nemendur halda áfram að kynna sér menningu og siði í löndum þar sem málið er talað.
    FRAN1HT05 (FRA1B05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans.
    • ólíkum textagerðum og muninum á töluðu og rituðu máli.
    • mannlífi, menningu og siðum í löndum þar sem málið er talað sem móðurmál og helstu samskiptavenjum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni, fylgja almennum munnlegum fyrirmælum og greina helstu atriði í kvikmyndum.
    • lesa margs konar gerðir texta og vinna úr þeim á mismunandi hátt.
    • afla sér einfaldra hagnýtra upplýsinga og taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir.
    • segja frá á skýran hátt, í nútíð og liðinni tíð, og halda stutta kynningu á undirbúnu efni með því að beita orðaforða, setningagerð og framburði á réttan hátt.
    • skrifa styttri samfelldan texta um efni sem hann þekkir, draga ályktanir og tjá eigin skoðanir.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bjarga sér við ýmsar aðstæður í almennum samskiptum og tjá sig munnlega á einfaldan hátt um efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á sem og eigin skoðanir og persónulega reynslu sem metið er með kynningum, hlustunar- og talæfingum og prófum.
    • tjá sig skrifleg á einfaldan hátt um efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á sem og eigin skoðanir og persónulega reynslu sem metið er með kynningum, ritunarverkefnum og prófum.
    • tileinka sér aðalatriðin í frásögnum og mismunandi tegundum texta og geta dregið ályktanir ef efnið er kunnuglegt sem metið er með kynningum, skriflegum og munnlegum spurningum um innihald texta.
    Hæfni nemenda er metin með hlustunarprófum, prófum í lesskilningi, ritunarprófum og munnlegum prófum.