Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1432034763.03

  Tölvur og net 2
  TNTV2ST03
  1
  Tölvur og net
  Karnaugh-kort, kóðar, samrásir, teljarar
  Samþykkt af skóla
  2
  3
  AV
  Nemandinn lærir hvernig má einfalda bólskar jöfnur með hjálp Karnaugh-korta. Nemandinn kynnist samrásum og virkni þeirra. Smárásir sem skoðaðar verða eru m.a.: samlagningarrás, samanburðarrás, kóðabreytir, línuveljari, teljari og hliðrunarsérminni. Virkni lása og vipna er krufin svo og samstilltir og ósamstilltir teljarar. Lögð skal áhersla á notkun hermiforrita við prófun rásana. Þá er lögð áhersla á að nemandinn fái innsýn í forritanlega örgjörva og hvernig hægt er að forrita þá og nota t.d í skynjararásum ýmiskonar.
  TNTV1TN03
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • notkun bólskrar algebru og sannleikstaflna við skilgreiningu á virkni rökrása
  • notkun Karnaugh-korta til einföldunar á rökrásum
  • virkni helstu samrása
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota bólska-algbebru til einföldunar á rökrásum
  • nota Karnaugh-kort til einföldunar á rökrásum
  • tengja samrás í hermiforriti og prófa hana
  • forrita litla örgjörva
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja virkni helstu rökrása
  • nýta mælitæki við að prófa rökrásir
  • nýta tölvuhermiforrit til prófunar á rökrásum
  • forrita örgjörva eftir ákveðinni forskrift
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.