Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432035794.25

    Tækjasmíði 3
    VGRV3TP03
    1
    Verktækni grunnáms
    gerð rásarteikninga, smíði flóknari tækja, tvíhliða prentplötur
    Samþykkt af skóla
    3
    3
    AV
    Í áfanganum fær nemandinn þjálfun í að beita rásahermiforritum og teikniforritum til að smíða tvíhliða prentplötu fyrir tiltekna rafeindarás. Nemandinn hýsir rásina í kassa úr áli eða sambærilegu efni. Lögð er áhersla á að nemandinn læri um fljótandi jörð, öðlist leikni í smíði rafeindarása, geti byggt kassa til skermingar úr áli eða blikki allt eftir því sem hentar.
    VGRV2PR03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • virkni transistora
    • virkni díóða
    • virkni transistora sem rofa
    • virkni transistora sem magnara
    • virkni rafeindarása fyrir hliðræna eða stafræna virkni
    • öryggisreglum er varða jarðbindingar
    • öryggisreglum er varða helstu áhöld til málmsmíða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp snyrtilega rafeindarás
    • mæla rafeindarásir með AVO mæli
    • reikna strauma út frá mælingum
    • reikna mögnun út frá mælingum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • teikna rafeindarás í rásahermi og láta hana virka
    • mæla spennur, strauma og viðnám í rásahermi
    • mæla Vpp gildi, tíðnir, tíma, ris og falltíma í rásahermi
    • hanna prent út frá rásateikningu
    • smíða rás með etching aðferð
    • færa teikningar milli forrita til að laga að fræsara
    • smíða prentrás með fræsara
    • prófa og staðfesta virkni í raunrás
    • koma rafeindarás fyrir í kassa og tryggja virkni hennar
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.