Í áfanganum læra nemendur tæknileg undirstöðuatriði í sjónlistum, s.s. módelteikningu, formfræði, lýsingu, litafræði, málun og grunnhugtök lista. Lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í teikningu, formskilningi, rýmisskynjun og skoðun umhverfisins. Nemendur læra að beita litum á markvissan hátt í tengslum við hugmyndavinnu og helstu tækniaðferðir. Áhersluatriði áfangans miða að því að örva skapandi hugsun nemenda, auka tæknilega þjálfun og skilning þeirra á efnum og aðferðum. Nemendur skipuleggja nám sitt ásamt því að ígrunda og þróa hugmyndir sínar í ferilbók.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnaðferðum og vinnulagi í sjónlistum
verkfærum/áhöldum, meðferð þeirra sem og tæknilegum möguleikum
gildi hugmyndavinnu og ferli frá upphaflegri hugmynd til lokaverks
orðaforða og hugtökum í sjónlistum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa upplýsingar um listir og menningu
nýta sér grunnþjálfun í tækni, verklagi, skapandi aðferðum og túlkun
taka þátt í samvinnu og hópvinnu
vinna frá hugmynd til lokaafurðar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
vinna með mismunandi leiðir til listsköpunar og hönnunar
sýna frumkvæði og skapandi nálgun í verkum sínum
tjá sig á skýran, ábyrgan og gagnrýninn hátt um listsköpun
tengja sig við þá menningu sem hann er hluti af
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.