Sjónarhorn félagsfræðinnar, einstaklingur og samfélag
Samþykkt af skóla
1
6
FB
Í áfanganum eru grunneiningar samfélagsins skoðaðar út frá sjónarhorni félagsvísinda. Nemendur kynna sér félagslega þætti sem hafa áhrif á einstaklinginn, umhverfi hans og skoðað hvernig einstaklingurinn sjálfur getur haft áhrif á samfélagið. Einnig er lögð áhersla á að nemendur dýpki skilning sinn á skipulagi í eigin samfélagi og annarra svo þeir verði færir um að taka virkan þátt í samfélagslegum umræðum og geti myndað sér eigin skoðanir með gagnrýnið viðhorf að leiðarljósi.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
algengustu hugtökum í félagsvísindum
fjölskyldunni og umhverfi hennar, tilgangi félagslegra festa og helstu áhrifavalda í félagsmótun einstaklingsins
mismunandi samfélagsgerðum, ólíkum trúarbrögðum og fordómum
grunnhugtökum stjórnmálafræðinnar, s.s. lýðræði, valdi, þrískiptingu ríkisvaldsins og hægri/vinstri kvarðanum
íslenskum vinnumarkaði og umhverfi hans
mismunandi tegundum ofbeldis
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita algengustu hugtökum félagsvísinda
skilja tilgang félagslegra festa í samfélaginu, greina stöðu sína innan samfélagsins og þau áhrif sem einstaklingurinn hefur á umhverfi sitt
gera sér grein fyrir einkennum og þróun ólíkra samfélagsgerða og trúarbragða auk þess að vera meðvitaður um birtingarmynd fordóma
geta sett fram niðurstöður bæði munnlega og skriflega á skilmerkilegan hátt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta tjáð sig um samfélagsleg álitamál á skipulagðan og gagnrýnin hátt
gera sér grein fyrir samspili þekkingar, umburðarlyndis og fordóma
geta að einhverju leyti sett sig í spor þeirra sem búa við annan veruleika en einstaklingurinn sjálfur
geta tekið ábyrgð á eigin námi, beitt öguðum vinnubrögðum, metið heimildir og upplýsingar í félagsvísindum og unnið í samstarfi með öðrum
Þekking er metin með lokaprófi, stuttum tímaprófum og hópa- og einstaklingsverkefnum sem bæði eru unnin í tímum og heima.
Leiknin er metin út frá skilningi á lesnum texta, tengslum námsefnis við ritaða texta nemanda og almennum vinnubrögðum í tímum og í heimaverkefnum.
Hæfnin er metin út frá þátttöku og árangri í hópaverkefnum, samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara og hvernig nemendum gengur að miðla efni til jafningja sinna.