Í áfanganum er heimspekin (ást á visku) kynnt sem fræðigrein og einnig sem lífsmáti. Nemendur kynnast og spreyta sig á klassískum hugtökum og spurningum heimspekinnar svo sem: Hvað er sannleikur; gott líf; réttlæti; fegurð; sál; rök; og dygð? Gagnrýnin og skapandi hugsun er hluti af lifandi heimspekinámi, þar sem réttlætiskennd og sannleiksleit nemenda er leiðarljós í ýmsum samræðuverkefnum sem styrkja virðingu og umburðarlyndi gagnvart hugsunum og skoðunum þátttakenda. Í áfanganum eru verkefni tengd undirgreinum heimspekinnar s.s rökfræði og siðfræði, heimspekileg greining á kvikmynd og nemendur hvattir til að móta sína eigin heimspekilegu sýn á það hvað þeir álíta gott og farsælt líf.
FÉLV1SF06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
völdum klassískum hugmyndum heimspekinga frá tímum Forn-Grikkja og fram á okkar dag
mikilvægi gagnrýninnar og skapandi hugsunar
gildi opinnar samræðu þar sem virðing er borin fyrir rökum og skoðunum annarra
gildi raka og algengustu rökvillum
hlutverki siðfræði og heimspekilegra hugmynda um siðferði í sögu mannsins
lestri texta af heimspekilegum toga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og endursegja texta af heimspekilegum toga
beita gagnrýninni og skapandi hugsun
taka þátt í heimspekilegri orðræðu og hlusta á aðra
tengja heimspekilegar hugmyndir við eigin líf og reynslu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta miðlað ólíkum hugmyndum og fróðleik á skýran hátt
geta beitt gagnrýnni hugsun á margbreytilegum sviðum lífsins
geta metið af yfirvegun ólíkar skoðanir og rök og tekið rökstudda afstöðu til ýmissa álitamála
öðlast betri þekkingu og skilning á sjáfum sér, umhverfinu sínu og veruleika
Símat. Þekking er metin með prófum og verkefnum sem bæði eru unnin í tímum og heima. Leikni er metin á grunni skilningis og greiningar á rökum lesins texta og beitingu röklegrar og skapandi hugsunar í eigin texta Hæfni er metin á grunni þátttöku og árangurs í samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara, með tilliti til þess hvernig nemendum gengur að miðla efni til jafningja sinna og hæfileikanum til að hlusta á rödd annarra.