Í áfanganum er uppeldisfræði kynnt sem fræðigrein, saga hennar og hagnýting á ólíkum tímaskeiðum. Markmiðið er að efla skilning nemenda á gildi góðs uppeldis og menntunar og undrum bernskunnar með kynningu á hugmyndum og rannsóknum margra þekktra hugsuða í greininni, samræðum og margvíslegum verkefnum. Áfanganum er ætlað að undirbúa nemendur undir hlutverk og störf á sviði uppeldis og umönnunnar.
FÉLV1SF06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvaða aðilar bera ábyrgð á uppeldi og menntun í samfélagi okkar
sérstöðu þeirra aðila og stofnana sem sinna uppeldishlutverki og hafa áhrif á því sviði
klassískum kenningum um uppeldi og menntun
margvíslegum könnunum á sviði uppeldi og menntunar
starfi og ábyrgð þeirra sem vinna með börnum og unglingum
völdum atriðum í sögu uppeldis og menntunar
hlutverki siðareglna, fyrirmynda og uppbyggilegs siðferðis þeirra sem starfa með börnum og unglingum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér upplýsinga og leggja sjálfstætt mat á kannanir tengdar uppeldi og menntun
taka þátt í gagnrýninni umræðu umi margvíslegar grunnforsendur uppeldis og menntunar
vinna einir og í hópum að ýmsum verkefnum um uppeldi og menntun og kynna niðurstöður sínar með fjölbreytilegum hætti
velta fyrir sér og beita skapandi aðferðum til að fjalla um gildi bernskunnar fyrir einstaklinga og samfélag
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
leggja sjálfstætt mat á og rökstyðja hvað hann telur vænlegt til árangurs í uppeldi barna og menntun þeirra
geta nýtt kenningar um uppeldi og menntun í raunhæfum verkefnum
taka rökstudda afstöðu til siðferðilegra álitamála í tengslum við uppeldi og menntun afla sér heimilda eftir fjölbreytilegum leiðum
Þekking er metin jafnt og þétt yfir tímabilið með áfangaprófum og verkefnum unnum í tímum og heima og svo lokaprófi. Leikni er metin út frá vinnubrögðum og skilningi við notkun heimilda, sjálfstæðri, rökstuddri afstöðu til viðfangsefnisins og smíði eigin texta. Hæfni er metin á grunni þátttöku og árangurs í samræðum, rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara og með tilliti til þess hvernig nemendum gengur að miðla efni til jafningja sinna á skýran og skapandi hátt.