Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1432124762.83

  Uppeldi, menntun og fjölskylda
  UPPE3MF05
  8
  uppeldisfræði
  Uppeldi, menntun og fjölskylda
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  FB
  Í áfanganum kynna nemendur sér markmið uppeldis á Íslandi og leiðir sem farnar eru að þeim markmiðum. Þeir skoða hugmyndafræði valinna uppeldisstofnana og uppalenda með rannsóknum og viðtölum. Áföll, sorg, skilnaður, einelti og ofbeldi eru til umfjöllunar þar sem leiðarljósið er sjálfstæð vinnubrögð og opin skoðanaskipti. Með því móti eru nemendur hvattir til að skoða viðfangsefnið frá ólíkum hliðum, hlusta á rödd hver annars og taka röklega afstöðu.
  UPPE2IÞ05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • markmiðum íslenskra uppeldisstofnana og leiðum sem farnar eru að þeim markmiðum
  • megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum
  • sértækum hugtökum uppeldis- og menntunarfræðinnar t.d. tengdum áföllum og einelti
  • úrræðum og skapandi leiðum sem efla þroska og stuðla að öryggi barna og ungmenna
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • afla heimilda á íslensku og ensku sem hafa uppeldisfræðilegt gildi
  • beita viðeigandi kenningum og hugtökum á margvísleg viðfangsefni
  • nýta fræðilegan texta og hugtök um uppeldi og menntun sem rök í orðræðu
  • reifa og miðla á skapandi hátt hugmyndum og kenningum um markmið og leiðir í uppeldisstarfi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skoða uppeldis- og menntunarfræðileg hugðarefni út frá ólíkum sjónarhornum
  • gera einfaldar rannsóknir, eigindlegar og megindlegar, og vinna úr eigin rannsóknargögnum
  • leggja mat á hvers konar samskiptaaðferðir eru uppalendum gagnlegar við margvíslegar aðstæður
  • taka þátt í almennum rökræðum og skoðanaskiptum um uppeldi og kennslufræðileg málefni
  • geta sett þekkingu sína fram á sjálfstæðan og skapandi hátt og kynnt öðrum
  Áfanginn er símatsáfangi. Þekking er metin á grunni viðamikilla einstaklings- og hópaverkefna sem eru unnin í tímum og heima. Leikni er metin á grunni skilnings og greiningar á orðræðu uppeldis- og kennslufræðinnar sem er til umfjöllunar í áfanganum og beitingar röklegrar og skapandi hugsunar í umræðum og verkefnum. Hæfni er metin á grunni þátttöku og árangurs í rökræðum og skoðanaskiptum við jafningja og kennara, með tilliti til þess hvernig nemendum gengur að miðla efni til jafningja sinna og hæfileikanum til að hlusta á rödd annarra.