Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1432249901.96

  Íslenska II
  ÍSLE2II05
  71
  íslenska
  lestur, ritun, rökfærsla
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  FB
  Viðfangsefni áfangans er ritun, málnotkun, setningafræði og bókmenntir. Fjallað er um ólíkar gerðir ritsmíða með áherslu á rökfærslu. Nemendur eru þjálfaðir í að byggja upp texta og ganga frá þeim. Farið er í setningafræði og málfræðihugtök rifjuð upp. Lesnar eru skáldsögur, smásögur og goðafræði og fjallað um grunnhugtök í bókmenntafræði. Auk þess eru lesnir ýmsir textar, t.d. blaðagreinar, þar sem nemendur fá tækifæri til að taka afstöðu til ýmissa málefna. Rætt er um grunnþættina eftir því sem námsefni gefur tilefni til.
  Nemendur hafi lokið 1. þrepi í íslensku eða hafi einkunnina B+ eða A úr grunnskóla
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu hugtökum í ritgerðasmíð
  • málfræði- og setningafræðihugtökum og ritreglum sem auka málfærni
  • grunnhugtökum í bókmenntafræði
  • orðaforða til að skilja ólíka texta
  • helstu goðum og goðsögum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • koma skoðunum sínum á framfæri á skýran og greinargóðan hátt í rituðu máli
  • ganga frá ritsmíðum á viðunandi hátt
  • taka þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum
  • nýta sér málfræði- og setningafræðihugtök til þess að efla eigin málfærni
  • nýta sér orðabækur og aðrar handbækur um málnotkun við textagerð
  • þekkja og skilja goðsögur
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • færa rök fyrir máli sínu á skýran og greinargóðan hátt
  • styrkja eigin mál- og ritfærni
  • beita skýru og blæbrigðaríku máli í ræðu og riti
  • taka þátt í umræðum, færa rök fyrir máli sínu og komast að málefnalegri niðurstöðu, munnlega og skriflega
  • þekkja goðsögur og skilja menningarlegt gildi þeirra
  • Þekking er metin með lokaprófi, stuttum prófum og verkefnum sem bæði eru unnin í kennslustundum og heima. • Leikni er metin út frá ritun, frágangi, málfari og tjáningu. • Hæfni er metin með verkefnavinnu, út frá samvinnu nemenda og skoðanaskiptum. Í ritun er hún metin út frá rökstuðningi og fjölbreyttu málfari.