eddukvæði, heimildavinna, málsaga, stafsetning og bókmenntir
Samþykkt af skóla
2
5
Í áfanganum er lögð áhersla á ritun heimildaritgerða og öflun og meðferð heimilda. Nemendur fá þjálfun í að vitna í heimildir og gera heimildaskrá. Eddukvæði, skáldsaga og fleiri bókmenntatextar eru lesnir og unnið með þá. Auk þess eru lesnir styttri textar þar sem nemendur eiga að taka afstöðu til ýmissa málefna. Farið er í mikilvæg atriði íslenskrar málsögu og rætt um málstefnu. Nemendur eru þjálfaðir í stafsetningu og málnotkun. Rætt er um grunnþættina eftir því sem námsefnið gefur tilefni til.
5 einingar á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að greina aðalatriði texta
hvernig nota á heimildir í ritgerð
heimildaleit og gildi heimilda
málnotkun og stafsetningu
sögu og stöðu íslenskrar tungu
völdum eddukvæðum
mikilvægi þess að hafa fjölbreyttan orðaforða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna úr heimildum á skýran og gagnrýninn hátt
meta heimildir og áreiðanleika þeirra
ganga frá ritsmíðum
nýta sér orðabækur og aðrar handbækur um málnotkun
nýta sér gagnasöfn
skilja hugmyndaheim eddukvæða
nota stafsetningarreglur og ýmis hjálpargögn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta heimildir og vinna úr þeim
skrifa heimildaritgerð samkvæmt reglum
nýta sér upplýsingar í handbókum og gagnasöfnum
túlka og skilja ólíka bókmenntatexta
styrkja eigin málfærni
fjalla um þróun og stöðu íslenskrar tungu
• Þekking er metin með lokaprófi, stuttum prófum og verkefnum sem eru unnin í kennslustundum og heima.
• Leikni er metin út frá notkun heimilda, ritgerðum nemenda, málfari og frágangi.
• Hæfni er metin með verkefnavinnu, út frá samvinnu nemenda. Í ritun er hún metin út frá heimildavinnu og málfari sem forðast einhæfni og endurtekningar.