Viðfangsefni áfangans er bókmenntir og bókmenntasaga nítjándu til tuttugustu og fyrstu aldar. Lesin verða ný og gömul verk og hugað að samhengi við strauma og stefnur tímabilsins. Kynnt verða mikilvæg skáld og verk þeirra og haldið er áfram að þjálfa nemendur í ritun og heimildanotkun. Fjölbreytt miðlunarform eru notuð í verkefnavinnu. Lesefni áfangans gefur tilefni til að nemendur ræði m.a. um jafnrétti og lýðræði og fleiri grunnþætti og efli um leið læsi á umhverfi sitt.
10 einingar á 2. þrepi og bókmenntir fyrri alda á 3. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða til að skilja þá texta sem lesnir eru
þeim hugmyndaheimi sem birtist í bókmenntum tímabilsins
stefnum og straumum í bókmenntum síðari alda
ritgerðasmíð
helstu bókmenntahugtökum og bragfræðireglum
aðstæðum og ólíkum lífsháttum fólks
ýmiss konar ritun, verkefnavinnu og heimildanotkun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa, skilja og túlka þá bókmenntatexta sem lesnir eru
beita bókmennta- og bragfræðihugtökum
nota fjölbreytt miðlunarform í verkefnavinnu, t.d. skrifa ritgerðir og blaðagreinar, útbúa útvarps- eða sjónvarpsefni og undirbúa og flytja fyrirlestur fyrir aðra nemendur
beita gagnrýninni hugsun og greina mismunandi sjónarmið
nýta sköpunargáfu og sýna sjálfstæði við úrvinnslu verkefna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa, túlka og greina margvíslega texta
leggja mat á og efla eigin málfærni
semja ritgerðir
setja sig í spor fólks, skilja aðstæður þess og greina mismunandi sjónarmið
tjá rökstudda afstöðu, komast að ígrundaðri niðurstöðu og taka þátt í málefnalegum umræðum
• Þekking er metin með lokaprófi, stuttum prófum og verkefnum sem bæði eru unnin í kennslustundum og heima.
• Leikni er metin út frá vinnubrögðum við notkun heimilda, samningu eigin texta, málfari, tjáningu og frágangi.
• Hæfni er metin út frá verkefnavinnu, samvinnu og skoðanaskiptum nemenda. Í ritun er hún metin út frá túlkun, heimildavinnu, rökstuðningi og málfari.