Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432649937.71

    Lífsleikni á framhaldsskólabraut 2
    NÁSS1ÁV05
    5
    Náms- og starfsfræðsla
    daglegt líf, fjármál, samfélag, vinnumarkaður, áhugasvið
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Efni áfangans eru fjölbreyttir þættir sem snerta áhugasvið og daglegt líf nemenda og tengslin við samfélagið og vinnumarkað. Þeir þættir sem verða teknir til umfjöllunar eru: a) eigin áhugi og áhugasviðskannanir, b) vinnumarkaður; réttindi og skyldur, ferilskrár, starfsumsóknir og atvinnuviðtöl, c) fjármálalæsi; eigin fjármál, neysluviðmið.
    NÁSS1FN05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • eigin áhugasviði og hvaða vísbendingar það gefur varðandi val á námleiðum eða störfum
    • ólíkum störfum á vinnumarkaði og þekki vel til starfsumhverfis nærsamfélagsins
    • helstu þáttum sem snerta gildi, kröfur, réttindi og skyldur á vinnumarkaði
    • fjármálahugtökum ásamt umfjöllun um auglýsinga og neyslusamfélagið
    • ferli atvinnuumsókna, atvinnuleitar og gerð ferilskrár
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla og vinna með upplýsingar um eigin neyslu
    • vega og meta hvort nám eða starf sé í samræmi við áhugasvið og hæfni
    • fylgja því ferli sem þarf til að sækja um atvinnu
    • skipuleggja, taka réttar ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin fjármálum og neyslumynstri
    • horfa gagnrýnið á auglýsingar og taka sjálfstæða afstöðu til auglýsinga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • velja sér námsleið sem hentar
    • greina og meta sjálfan sig á raunhæfan hátt og setja sér markmið með tilliti til áhugasviðs
    • setja saman ferilskrá, bera sig að í atvinnuleit og atvinnuviðtölum
    • lesa í fjármálatilboð; lesa auglýsingar og draga úr markaðsvæðingu
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.