Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1432725735.04

  Teikning
  SJÓN1EU05(FB)
  5
  sjónlistir
  Teikning, undirbúningsáfangi
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  FB
  Nemendur læra um eðli og uppbyggingu frumforma. Unnið er að því að auka skilning nemenda á samspili forma, ljóss og skugga. Einnig þjálfast nemendur í að teikna skissur eftir fyrirmyndum og nýta teiknikunnáttu sína til að útfæra eigin hugmyndir.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • helstu teikniaðferðum á tvívíðan flöt, s.s. blýantsteikningu, beita kolum og krít, túss og bleki
  • hvernig nota má mismunandi teikniaðferðir til að útfæra hugmyndir
  • grunnlögmálum og reglum um myndbyggingu
  • ýmsum hugtökum teiknilistarinnar, s.s. línu, takti, skyggingu, pósitífu/negatífu rými, áferðum
  • hvernig margir helstu listamenn heims hafa notað teikninguna í verkum sínum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • teikna frumformin út frá ísómetríu: teningur, kúla, sívalningur og keila
  • skyggja með tilliti til skuggavarps
  • nýta sér þekkingu á frumformunum til að teikna eftir fyrirmynd
  • teikna einfaldar skissur eftir fyrirmyndum
  • nýta sér skissubók sína sem hugmyndabanka
  • nota blýant sem hlutfallamælistiku fyrir lóðréttar-, láréttar- og skálínur
  • teikna mannslíkamann
  • vinna sjálfstætt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • setja teikningu í menningarlegt og sögulegt samhengi
  • nýta teiknikunnáttu sína til að útfæra eigin hugmyndir
  • skilja samspil forma, ljóss og skugga í umhverfinu og í myndverkum
  • vinna með myndbyggingu og jafnvægi í verkum sínum
  • ákveða og velja þær teikniaðferðir sem best henta viðfangsefninu hverju sinni
  • taka þátt í almennum umræðum og gagnrýni á verk sín og annarra
  • undirbúa og vinna sjálfstætt að lokaverkefni áfangans
  Kennari leggur mat á virkni og ástundun nemandans í tímum. Helstu þættir eru vinnubrögð, færni, skissubók og heimavinna.