Sköpun á að stuðla að gagnrýnni hugsun, andríki og persónulegum þroska. Talað er um listsköpun, nýsköpun, skapandi vísindi, skapandi einstaklinga og athafnaskáld. Hugmyndin er að í þessu áfanga leggi nemendur stund á skapandi hugsun og skapandi starf.
Sköpun er kjarninn í listum og menningu, hönnun og nýsköpun, en allir eiga rétt á að nýta sér sköpunargáfu sína. Í stað þess að velja tiltekinn námsáfanga í sköpun, velja nemendur sér áfanga úr áfangasafni skólans, t.d. í Fab Lab, heimspeki, myndlist, textíl, tónlist, rafvirkjun, húsasmíði, þrívíðri hönnun eða leiklist og nota þann áfanga sem grunn til að tjá hugsun sína með fjölbreytilegum hætti. Nemendur fást við fjölbreytilegan efnivið í áfanganum og eiga val um ólíkar leiðir til að vinna úr hugmyndum sínum. Áfangi/áfangar í sköpun er skylda á öllum stúdentsprófsbrautum skólans, að lágmarki 5 einingar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
rökum og rökstuðningi
gildi skapandi hugsunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
ljá hugsun sinni búning
vera gagnrýninn í hugsun og tjáningu
vera skapandi í hugsun og tjáningu
hlusta, spyrja, leita svara, rannsaka og velta vöngum
gagnrýna eigin verk og taka gagnrýni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja hugsun sína fram með skýrum hætti á skapandi hátt og útskýra hvaða hugmynd býr að baki
svara opnum spurningum
finna skapandi lausnir á vandamálum og setja þær fram með fjölbreytilegum hætti
taka þátt og leysa verkefni þar sem ekki er um einfalda lausn að ræða
beita heimspekilegum hugmyndum í leik og starfi og stuðla að andlegu og félagslegu jafnvægi hjá sjálfum sér og í hóp
að nýta sér sköpunargáfu sína og átta sig á að mikið veltur á að geta nýtt sér ímyndunarafl og sköpunargáfu
Mat á áfanganum byggir á þátttöku í tímum og fjölbreyttri verkefnavinnu þar sem nemendur fá tækifæri til að tjá hugsun sína í ýmsum miðlum.