Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1432732238.35

  Textíll: Textílhráefni
  TEXL1TH03(FB)
  2
  Textíll
  Textílhráefni
  Samþykkt af skóla
  1
  3
  FB
  Í áfanganum læra nemendur að þekkja og greina mismunandi textílhráefni. Fjallað er um sögu textílhráefna, eiginleika, gæði, meðhöndlun, meðferð, vinnslu og notagildi. Nemendur læra um eftirmeðhöndlun efna og kynnast stöðluðum meðferðarmerkingum. Nemendur kynnast gæðum, notagildi, umhirðu og endingu fatnaðar. Sérstaklega er farið í sögu ullariðnaðar á Íslandi, eiginleika íslensku ullarinnar og gömlu íslensku handbrögðin við ullarvinnslu. Nemendur fá innsýn í og vinna með spuna þráðar, hvernig vélprjón verður til og kynnast grunnaðferðum vefnaðar. Nemendur fá grunnþjálfun í að geta greint hvaða efni, ofin og prjónuð, henta mismunandi gerðum flíka. Skoðað er hvaða atriði er mikilvægt að hafa í huga þegar hanna á textílefni. Nemendur halda verkefna- og vinnubók. Farnar eru vettvangsferðir í tengslum við námsefnið.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sögu ullariðnaðar á Íslandi
  • gömlum íslenskum handbrögðum við ullarvinnslu
  • gömlum íslenskum handbrögðum við ullarvinnslu
  • mismunandi textíltrefjum
  • hvernig greina má textíltrefjar
  • hvernig vinnslan fer fram við gerð textílþráða
  • þekkja alþjóðleg merki fyrir helstu textílhráefni
  • eiginleikum mismunandi textílhráefna
  • helstu eftirmeðhöndlunum efna og hvaða breytingar þær hafa á efni
  • alþjóðlegum meðferðarmerkingum og meðhöndlun efna
  • hvaða hráefni hentar best við hvert tilfelli
  • mismunandi aðferðum við að framleiða voðir
  • þekkja muninn á t.d. prjóni, vefnaði og flóka
  • helstu vefnaðargerðum og sérkennum þeirra
  • hvaða aðferð hentar best mismunandi gerðum flíka
  • hvernig meðhöndla á flíkur, geta lesið úr þvottaleiðbeiningum
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • þekkja sögu íslensks ullariðnaðar
  • fjalla um íslensku ullina og séríslensk handbrögð við vinnslu hennar
  • þekkja muninn á mismunandi textílhráefnum
  • útskýra framleiðsluferli textílhráefna
  • lesa alþjóðlegar meðferðarmerkingar á textíl
  • þekkja muninn á t.d. ofnum og prjónuðum voðum
  • greina á milli helstu vefnaðargerða og nefna nöfn þeirra
  • geta valið rétt hráefni við mismunandi aðstæður
  • geta meðhöndlað fatnað á réttan hátt
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta vitnað í sögu ullariðnaðar á Íslandi
  • þekkja muninn á mismunandi textíltrefjum og geta greint þær
  • geta á faglegan hátt valið textílhráefni í það verkefni sem vinna á
  • geta á faglegum grundvelli valið vinnsluaðferð fyrir hvert verkefni
  • geta lesið sér til um hvernig meðhöndla eigi viðkomandi textílefni
  Samanlagður árangur verkefna, bæði hóp- og einstaklingsverkefna,ásamt lokaprófi.