Áhersla er lögð á að vinna með blandaða tækni í bútasaum og útsaum. Nemendur tileinka sér notkun fagorða og kynna sér sögu bútasaums. Í útsaum er leitast við að kynna aðferðir og vinna með menningararf okkar. Í vélútsaum eru farnar óhefðbundnar og hefðbundnar leiðir í verkefnum. Hæfni nemandans í sjálfstæðum vinnubrögðum er þjálfuð sem og geta til að meta samband milli hugmynda, hráefnis, tækni, listrænnar sköpunar og notagildis. Nemendur velja sér aðferðir í lokaverkefni sem getur innihaldið blandaða tækni.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hvernig frjáls útsaumur er notaður bæði á hagnýtan og listrænan hátt
hvernig bútasaumur er notaður bæði á hagnýtan og listrænan hátt
hvernig ein grunnhugmynd getur átt sér margar útfærslur
notkunarmöguleikum fagblaða og bóka
ýmsum aðferðum við að gera áferð á efni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
vinna frjálsan útsaum bæði í vél og höndum
vinna hugmynd að útfærslu á hönnun á verki í tengslum við hráefni og aðferð
vinna með form, liti og áferðir
nota skurðarstiku, skurðarmottu, skurðarhníf og fleira
nota form og munstur í eigin hönnun á skapandi hátt
setja saman efni og garn/tvinna í samræmi við hugmynd
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
þróa hugmyndir sínar með skissuvinnu og tilraunum og yfirfæra þær í fullbúið verk af öryggi
skipuleggja vinnu sína og rökstyðja val á hráefnum og vinnuaðferðum
skipuleggja vinnu sína og rökstyðja val á hráefnum og vinnuaðferðum
tileinka sér frumleika og sjálfstæði í vinnubrögðum
tileinka sér vinnuhagræðingu og nota nýjustu tækni og aðferðir
meta styrk sinn í textílhönnun og aðferðum textíls og koma auga á hagnýtingu menntunar sinnar
geta tekið þátt í opinberri sýningu á vegum skólans og miðlað þar styrk sínum
greina, tjá sig um og meta eigin verk og annarra af nokkurri þekkingu, víðsýni og umburðarlyndi
Áfanginn er símatsáfangi. Námsmat byggist upp á mati kennara, sjálfsmati nemenda og jafningjamati.Við námsmat er horft til verklags, vandvirkni, frágangs, ígrundunar, rökstuðnings og þátttöku í kynningum á eigin verkum og annarra.
Þá er í áfanganum unnið lokaverkefni sem metið er eftir frumleika, notkun grunnreglna, efnisvali og aðferðum.