Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1432754824.06

  Íslenska sem annað mál - I
  ÍSAN1BE05(FB)
  7
  íslenska sem annað mál
  Lestur, hlustun, ritun og tal
  Samþykkt af skóla
  1
  5
  FB
  Áfanginn er fyrri byrjunaráfangi í íslensku fyrir tvítyngda nemendur sem hafa takmarkað vald á íslensku og er ISLA1MT05 tekinn samhliða þessum áfanga. Markmiðið er að nemendur tileinki sér undirstöðuatriði tungumálsins. Byggi upp orðaforða og þjálfist í að tjá sig um sjálfa sig og sitt nánasta umhverfi. Einnig er áhersla á að nemendur læri að tjá sig um sín áhugamál og framtíðaráform og þjálfist í hlustun, ritun, lestri og tali. Áhersla verður á grunnatriði málfræðinnar og þjálfaður verður framburður á íslenskum bókstöfum og styttri orðum. Áfanginn raðast á A2 samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni (ETM).
  Grunnkunnátta í íslensku. Metið með stöðuprófi í upphafi annar.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
  • grundvallarþáttum íslenska málkerfisins
  • framburði íslenskra bókstafa
  • nærumhverfi sínu og geta talað um áhugamál sín á íslensku
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • geta skilið talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
  • taka þátt í einföldum samræðum um efni sem nemandinn þekkir
  • lesa einfaldan texta sem tengist umhverfi, fjölskyldu og áhugamálum
  • geta skrifað stuttan texta um sjálfan sig, fjölskyldu sína og áhugamál
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • tjá sig munnlega og skriflega um efni sem hann þekkir
  • skilja einfalt talað mál
  • skilja einfalda skriflega texta
  Þekking er metin með hlutaprófum, könnunum og verkefnum sem unnin eru heima og í kennslustundum. Leikni er metin með fjölbreyttum verkefnum og könnunum sem taka mið af færniþáttunum fjórum samkvæmt ETM (tali, hlustun, lestri og ritun). Hæfni er metin í verkefnavinnu og með hlutaprófum samkvæmt markmiðum ETM.