Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432756069.42

    Íslenska sem annað mál - III
    ÍSAN1GE05
    8
    íslenska sem annað mál
    Ritun, tal
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    FB
    Áfanginn er ætlaður sem grunnáfangi í íslensku fyrir tvítyngda nemendur sem hafa tekið stöðupróf og geta bjargað sér að einhverju leyti á íslensku. Nemendur tileinka sér undirstöðuatriði tungumálsins, auka við orðaforða sinn og þjálfast í hlustun, ritun, lestri og tali. Áhersla er á að læra að spyrja til vegar, geta talað um liðna atburði, geta skrifað stutt bréf og þjálfa grunnatriði málfræðinnar. Lögð er áhersla á hugtök annarra námsgreina þar sem nemendur velja sér ákveðið umfjöllunarefni sem tengist öðru námsefni sem þeir stunda samhliða íslenskunáminu og kynna fyrir samnemendum. Áfanginn raðast á B1 samkvæmt Evrópsku tungumálamöppunni (ETM).
    Stöðupróf eða hafa lokið ISLA1BE05 og ISLA1BT05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
    • grundvallarþáttum íslenska málkerfisins
    • einföldum hugtökum annarra námsgreina
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt og fylgja fyrirmælum í kennslustofunni á íslensku
    • lesa einfaldan texta og taka þátt í umræðum sem innihalda algengan orðaforða
    • afla sér hagnýtra upplýsinga og taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir
    • skrifa stutta og einfalda texta, samtöl og skilaboð um kunnugleg efni sem tengjast viðfangsefni áfangans (í nútíð og þátíð)
    • skilja einföld hugtök annarra námsgreina
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig munnlega og skriflega um efni sem hann þekkir til
    • geta skilið einfalt talað mál og einfalda texta
    • tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum sem innihalda algengan orðaforða og geta dregið ályktanir af því sem hann les
    • miðla efni sem hann hefur aflað sér þekkingar á á fjölbreyttan og skapandi hátt, m.a. með notkun upplýsingatækni
    • skrifa einfalda texta um hugðarefni sín, áhugamál og atburði, ímyndaða og raunverulega
    • nýta sér hugtök annarra námsgreina
    Þekking er metin með lokaprófi, skriflegum könnunum og verkefnum sem bæði eru unnin heima og í kennslustundum. Leikni er metin með fjölbreyttum verkefnum og könnunum sem taka mið af færniþáttunum fjórum samkvæmt ETM (tali, hlustun, lestri og ritun). Hæfni er metin í verkefnavinnu samkvæmt markmiðum ETM og með prófum sem meta hæfni nemanda í að skilja lesinn og ólesinn texta, grunnatriði í íslenskri málfræði sem og ritunarfærni nemanda.