Áfanginn er grunnáfangi tvö í íslensku fyrir tvítyngda nemendur. Haldið er áfram með innlögn grunnþátta málkerfisins og viðfangsefni fyrri áfanga eru rifjuð upp. Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun og meiri áhersla lögð á þjálfun í lesskilningi með lestri léttlestrarbóka, greina og rauntexta úr öðrum námsgreinum nemenda. Einnig þjálfast þau í að skrifa lengri texta en áður. Áfanginn raðast á B1 samkvæmt Evrópska tungumálarammanum (ETM).
Nemendur hafi lokið við ISLA1GE06
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að ná leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
grundvallarþáttum í íslensku málkerfi svo sem framburði, tónfalli og flóknari málfræðiatriðum
notkun tungumálsins til að mæta hæfniviðmiðum áfangans bæði munnlega og skriflega
einfaldari hugtökum annarra námsgreina
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa og skilja ólíka texta sem tengjast eigin áhugasviði eða texta um almennt og sérhæfðara efni sem fjallað er um í áfanganum
fylgjast með frásögnum eða samtölum og taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur kynnt sé
skilja og geta tjáð sig í mæltu og rituðu máli um léttan texta, stuttar greinar og geta fjallað um efnið munnlega og skriflega og sýna fram á skilning á formgerð og byggingu textans
nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
skrifa samfellda texta um ýmis efni sem hann þekkir, t.d. útdrætti og óformleg bréf og fylgja grundvallarreglum sem gilda um ritað mál og nota viðeigandi málfar
skilja betur hugtök annarra námsgreina
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja frásagnir og ná aðalatriðum úr fjölmiðlum og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt og afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér í náminu
tjá sig um þjóðfélagsleg og menningarleg málefni og nýta nýjan orðaforða bæði munnlega og skriflega
skrifa um ýmis málefni og atburði, ímyndaða eða raunverulega, og miðla eigin skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu, vonum og væntingum
skrifa samantekt byggða á tilteknu efni, s.s. öðru námsefni, kvikmynd, blaðagrein eða sögu
takast á við margvíslegar aðstæður í almennum samskiptum, beita viðeigandi mál- og samskiptavenjum og halda samtali gangandi
Þekking er metin með prófum og verkefnum sem bæði eru unnin heima og í kennslustundum.
Leikni er metin með fjölbreyttum verkefnum, könnunum og kynningum sem taka mið af færniþáttunum fjórum samkvæmt ETM (tali, hlustun, lestri og ritun).