Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432806261.71

    Erfðafræði
    LÍFF3EF05
    36
    líffræði
    erfðafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum, sem er valáfangi í erfðafræði fyrir náttúruvísindabraut er gerð grein fyrir sögu erfðafræðinnar ásamt grunnþáttum frumu-, sameinda- og stofnerfðafræði. Fjallað verður um Mendelskar og fjölgena erfðir og helstu aðferðir við rannsókn erfðasjúkdóma. Leitast verður við að kynna nýjustu niðurstöður slíkra rannsókna ásamt aðferðafræði og hagnýtingu erfða- og líftækni.
    LÍFF2LE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu og þróun erfðafræðinnar
    • kenningum Mendels og grunnatriðum erfðafræðinnar
    • byggingu og gerð erfðaefnis (DNA, RNA, gen, litningar og plasmíð)
    • ferli frumuskiptinga, bæði mítósu og meiósu
    • afritun, umritun og þýðingu erfðaefnis
    • mismunandi erfðamáta og tjáningu gena
    • stökkbreytingum
    • meingenum og dæmum um erfðasjúkdóma
    • kynákvörðun lífvera og erfðum tengdum kynferði
    • tengslagreiningu og fylgnigreiningu
    • erfðum örvera
    • príonum
    • tengslum erfða, fjölbreytileika lífvera og þróun
    • grundvallaratriðum í erfðatækni og líftækni
    • siðferðislegum álitamálum í erfðafræði
    • viðurkenndum tímaritum og gagnagrunnum sem fjalla um erfðafræðirannsóknir
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita grunnhugtökum erfðafræðinnar á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
    • útskýra einfaldar og flóknar erfðir
    • tengja saman basaröð í DNA, basaröð í RNA og amínósýruröð próteina
    • gera greinamun á notkun fjölskyldurannsókna og rannsókna á hópum óskyldra einstaklinga við meingenaleit
    • meta líkur á erfðum tengdra og ótengdra eiginleika
    • lesa erfðafræðilegar upplýsingar úr máli og myndum frá mismunandi miðlum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta tekið rökstudda og gagnrýna afstöðu til erfðarannsókna, erfðatækni, líftækni og annarra erfðafræðilegra málefna
    • tengja þekkingu í erfðafræði við samfélagslega þætti og umhverfismál, átta sig á notagildi hennar við möguleg siðferðisleg álitamál
    • taka þátt í umræðum um erfðafræðileg málefni á ábyrgan og sjálfstæðan hátt
    • afla sér víðtækari þekkingar á sviði erfðafræði
    Lögð er áhersla á að í námsmati felist ýmiss konar verkefnavinna, verkleg, skrifleg og munnleg, einstaklinga, para og hópa. Unnið er með kynningar á efni fyrir samnemendur á sem fjölbreyttustu formi. Tvö til þrjú skrifleg hlutapróf eru í áfanganum. Nemendur vinna ferliritun og skila ferlimöppu.