Í LÍFS áfanganum er nemendum ætlað að skoða sjálfan sig og hugmyndir sínar í nýju umhverfi og þroska með sér ábyrgt viðhorf til þekkingar strax við upphaf skólavistar. LÍFS áfanganum er ætlað að auðvelda nemendum að kynnast skólanum, starfsliði, þjónustu og félagslífi skólans. Kennarar í LÍFS eru jafnframt umsjónakennarar LÍFS hópsins og verða tengiliðir í námsvali nemenda fyrstu tvær annirnar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
áfangakerfinu og starfsemi Menntaskólans við Hamrahlíð
þeirri ábyrgð sem fylgir því að gera eigin námsferilsáætlun
hugtökunum þekking, lýðræði, sjálfbærni, jafnrétti, siðferði, menntun og menning.
kröfum skólans um mætingar, verkefnaskil og próf
eigin áhugasviði, gildismati og framtíðarsýn
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera námsferilsáætlun og velja sér áfanga
greina sitt nánasta umhverfi með því að nota hugtökin lýðræði, sjálfbærni, heilbrigði og jafnrétti
vinna að verkefnum í hópum
að skipuleggja tíma sinn og nám
að koma fram og tjá skoðanir sínar
að leita að upplýsingum á bókasafni og vef skólans
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
verða virkur þátttakandi í samfélagi skólans
leggja sitt að mörkum til að gera Menntaskólann við Hamrahlíð að lýðræðislegri stofnun
geta nýtt sér námsframboð skólans til að þroska sig og mennta