Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432826068.97

    Danska fyrir sjálfstæðan notanda - a
    DANS1BG05
    34
    danska
    evrópski tungumálaramminn, grunnur, stig b1
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur séu færir um að skilja allt venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Nemendur kynnist frekar danskri menningu með því að lesa fréttir og greinar á netinu og fylgjast með málefnum líðandi stundar í Danmörku. Jafnframt er lögð áhersla á aukinn orðaforða og lesskilning svo þeir geti beitt ólíkum lestraraðferðum og tjáð sig af lipurð bæði munnlega og skriflega. Nemendur geri sér einnig ljósa eigin ábyrgð í málanámi og átti sig á mikilvægi eigin frumkvæðis og vinnu.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • einkennum danskra siða, menningar og þjóðfélags
    • hvernig hann aflar sér viðeigandi orðaforða á markvissan hátt
    • hvernig hann stuðlar að eigin framförum í málanáminu
    • beitingu upplýsingatækni við málanámið
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja heildarinntak í munnlegum frásögnum og samtölum um efni almenns eðlis
    • hlusta eftir og skilja smáatriði í samtölum, tilkynningum og frásögnum þar sem nauðsynlegt er að skilja til fullnustu það sem sagt er
    • lesa í ólíkum tilgagni og beita ólíkum lestaraaðferðum (leitarlestur, yfirlitsrestur, hraðlestur og námkvæmnislestur)
    • lesa sér til gagns og ánægju og geta sér til um merkingu orða út frá samhenginu
    • taka óundirbúinn þátt í samtölum við ólíka viðmælendur um efni sem hann þekkir eða tengjast daglegu lífi
    • segja nokkuð lipurlega frá ýmsu sem hann hefur áhuga á og haldið rökréttum þræði í frásögninni
    • skrifa samfelldan texta með einföldum aukasetningum og beita meginreglum um málnotkun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla orðaforða um ákveðið efni og gera munnlega grein fyrir verkefninu
    • lesa skáldsögu og tjá sig um hana með tali og ritun
    • lesa smásögur og tjá sig munnlega og skriflega um efni þeirra með viðeigandi orðaforða
    • hlusta á og miðla efni með viðeigandi orðaforða
    Fjölbreytt námsmat endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna (ETM). Námsmat er í formi símats; munnlegra og skriflegra smærri og stærri verkefni sem dreifast jafnt yfir önnina. Þau byggja á kennara-, sjálfs- og jafningjamati og á virkni og verkefnaskilum nemenda, þar sem færniþættirnir lesskilningur, hlustun, tal og ritun, auk málfræði eru metnir.