Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432826299.01

    Félagsfræði þróunarlanda
    FÉLA3FÞ05
    43
    félagsfræði
    félagsfræði þróunarlanda
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Fjallað verður um þróunarhugtakið, kenningar um þróun, stöðu og einkenni þróunarlanda. Fjallað verður um þróunarhjálp og þróunarsamvinnu. Skoðuð verða ýmis málefni er varða þróun og þróunarlönd, s.s. menntamál, heilbrigðismál, umhverfismál, jafnréttisbaráttu, mannréttindabaráttu og stöðu flóttamanna. Fjallað verður um hnattvæðingu og áhrif hennar. Þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verða skoðuð og unnið með þau. Nemendur fá þjálfun í að vinna með fræðilegan texta um þróunarmál. Þeir kynna sér ítarlega eina kenningu um þróun. Nemendur kynna sér þátttöku Íslendinga í þróunarsamvinnu.
    FÉLA2KS05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróunarhugtakinu, stöðu, og einkennum þróunarlanda
    • hugtakinu hnattvæðingu, og áhrifum hnattvæðingar
    • helstu kenningum um fátækt, þróun og þróunarsamvinnu
    • þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun
    • ýmsum málefnum þróunarlanda, s.s. menntamálum, heilbrigðismálum, umhverfismálum, jafnréttisbaráttu og mannréttindabaráttu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna með tölfræðilegar upplýsingar um þróunarlönd
    • rýna í kenningar um þróun og þróunarsamvinnu
    • lesa og vinna úr fræðilegum texta um þróunarmál
    • afla sér upplýsinga um málefni þróunarlanda
    • kynna afrakstur eigin rannsóknarvinnu um þróunarmál skriflega og munnlega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • bera saman ólíkar kenningar um þróun og þróunarsamvinnu
    • taka rökstudda afstöðu til kenninga um þróun og þróunarsamvinnu ...sem er metið með... vinna úr upplýsingum um þróunarmál á gagnrýninn hátt
    • vinna úr upplýsingum um þróunarmál á gagnrýninn hátt
    • geta fylgst með stöðu mála í þróunarlöndum og greint hana í ljósi þeirra kenninga sem unnið er með í áfanganum
    Námið er metið jafnóðum allan námstímann. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem reyna á upplýsingaleit, skilning og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. Nemendur leysa ýmsar kannanir og/eða próf.