Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1432895949.69

  Danska fyrir sjálfstæðan notanda - d
  DANS3VB05
  18
  danska
  evrópski tungumálaramminn, stig b2, viðbót
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  Lögð er áhersla á að nemendur verði vel færir í mismunandi aðferðum til að lesa og skilja flóknari ritmáls-og talmálstexta en áður og geti greint og túlkað dýpri merkingu þeirra. Nemendur fá ríkuleg tækifæri til að þjálfa sig í beitingu málsins í ræðu og riti. Nemendur verða færir um að vinna að viðamiklum verkefnum þar sem lögð er sívaxandi ábyrgð á herðar þeirra. Þeir þurfa að sýna frumkvæði og að þeir geti samtímis sinnt hugðarefnum sínum og þjálfast í öguðum vinnubrögðum. Áfanganum er skipt í þjá hluta þar sem nemendur bera sjálfir ábyrgð á vali, efnisöflun, birtingarformi og námsmati.Hér er ferlið ekki síður mikilvægur þáttur en það sem að út úr vinnunni kemurog þess vegna þurfa nemendur að halda ítarlega dagbók meðan á vinnunni stendur ásamt því að safna í sýnismöppu úrvali verkefna sem endurspegla færni þeirra í öllum þáttum tungumálsins. Þessari möppu er skilað í lok annar ásamt greinargerð nemandans um nám sitt í faginu og vangaveltur um framfarir.
  DANS2UB05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • hvernig hann greinir ólík viðhorf og gildi og hvernig þau móta danska menningu og geta tengt þau eigin samfélagi og menningu
  • hvernig hann tileinkar sér orðaforða sem er nauðsynlegur til að mæta hæfniviðmiðum áfangans þ.m.t orðasamböndum og þverfaglegum orðaforða
  • hvernig hann notar tungumálið til að mæta hæfniviðmiðum þrepsins bæði munnlega og skriflega
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • taka þátt í samræðum á viðeigandi hátt og geta beitt málfari við hæfi, af öryggi og án mikillar umhugsunar
  • taka þátt í umræðum um kunnugleg málefni og geta gert grein fyrir skoðunum sínum og haldið þeim á lofti
  • skrifa margs konar texta ( s.s ritgerðir og skýrslur, bréf ) formlegan og óformlegan og fylgja helstu rithefðum og reglum um málbeitingu
  • skilja fólk með dönsku að móðurmáli án teljandi erfiðleika
  • beita öllum helstu lestraraðferðum af kunnáttu
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • skilja langanog fjölbreyttan málflutning, bæði lifandi mál og upptekið efni
  • lesa og skilja nánast allar gerðir ritaðs máls s.s. bókmenntaverk og geta greint stílbrigði og lesið sérhæfðan texta með aðstoð orðabókar
  • tjá sig af nokkru öryggi og án mikillar umhugsunar og orðaleitar og geta sett fram hugmyndir sínar og skoðanir af nákvæmni og komið þeim kunnáttusamlega til annara
  • geta gefið skýrar nákvæmar lýsingar á flóknum málefnum og dregið saman í niðurstöður
  • geta skrifað um flókin efni í bréfum, ritgerðum og skýrslum og lagt áherslu á það sem hann telur vera mikilvæg málefni
  • geta skrifað útdrætti og ritdóma um bókmenntaverk og aðra viðunandi texta.
  Fjölbreytt námsmat endurspeglar markmið áfangans í öllum færniþáttum í samræmi við evrópsku tungumálamöppuna (ETM). Námsmat er í formi símats; munnlegra og skriflegra smærri og stærri verkefni sem dreifast jafnt yfir önnina. Þau byggja á kennara-, sjálfs- og jafningjamati og á virkni og verkefnaskilum nemenda, þar sem færniþættirnir lesskilningur, hlustun, tal og ritun, auk málfræði eru metnir.