Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432895987.12

    1. áfangi á framhaldsskólabraut
    ENSK1LS05
    40
    enska
    lestur, málfræði, orðaforði, skilningur
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    ENSK1LS samsvarar hæfniþrepi A1 / A2. Þjálfun í lestri og lesskilningi í þeim tilgangi að auka orðaforða. Nemendur vinna einföld, stutt verkefni sem þeir skila af sér ýmist munnlega eða skriflega. Farið yfir grunnatriði í málfræði. Þjálfun í ritun, hlustun og tjáningu.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunnhugtökum í málfræði (t.d. fleirtala, stigbreyting, tíðir sagna o.s.frv.)
    • grunnatriðum í ritun
    • lestri texta á ensku
    • aðferðum við að efla orðaforða sinn
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og skilja texta þannig að hann geti endursagt þá í ræðu og riti
    • tjá lesskilning í rituðu máli
    • skrifa einfaldan texta
    • hlusta á og skilja einfalda texta
    • halda uppi einföldum samræðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna með einfaldan enskan texta, bæði í lestri og ritun
    • halda stutta kynningu fyrir samnemendur og/eða kennara
    • hlusta á og skilja einfaldan enskan texta
    • taka þátt í umræðum um einföld málefni
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.