ENSK1TR samsvarar hæfniþrepi A2/B1 í evrópska tungumálarammanum. Nemendur bæta við þekkingu sína á helstu málfræðiatriðum og beita málfræðireglum við ritun. Nemendur bæta orðaforða og þjálfast í að tjá sig á talaðri ensku á einfaldan máta. Nemandinn kynnist menningu enskumælandi þjóða.
ENSK1MR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnhugtökum í málfræði (t.d. tíðir, orðaflokkar, greinarmerki o.s.frv.)
grunnatriðum í ritun
byggingu einfaldrar ritgerðar
mismunandi menningarheimum
fjölbreyttari orðaforða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa fjölbreytta texta (smásögur, greinar og hluta úr skáldsögu)
tjá lesskilning í rituðu máli
tjá sig munnlega um skoðanir sínar sem og ræða málefni líðandi stundar
hlusta eftir og skilja fjölbreytta texta frá mismunandi menningarheimum
halda uppi einföldum samræðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
túlka megininnihald lesinna texta
halda stutta kynningu fyrir samnemendur
tjá skoðun sína á gagnrýninn hátt
taka þátt í umræðum um alþekkt eða einföld málefni
tjá sig á skýran hátt í ræðu og riti með noktun fjölbreyttari orðaforða
vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandi hátt undir leiðsögn
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.