Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1432912131.39

    1. áfangi á framhaldsskólabraut
    ÍSLE1LL05
    64
    íslenska
    leshraði, lesskilningur
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Fjölbreyttir, stuttir textar og vísur. Orðréttur texti til stafsetningarþjálfunar. Efni þar sem lögð er áhersla á grunnþætti málfræði. Persónuritun ýmis konar. Grunnhugtök bragfræði; stuðlasetning og rím.
    Engar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi góðrar lestrarkunnáttu
    • grunnatriðum hefðbundins ljóðforms
    • gildi aukins orðaforða
    • réttri málnotkun
    • hvernig málfræðiþekking og réttritun kemur að gagni
    • einkennum orðflokka
    • gildi þess að byggja upp texta og orða hugsun sína
    • mikilvægi góðra vinnubragða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og skilja stutta og fremur einfalda texta og vísur
    • endursegja efni
    • finna stuðla og rím
    • þekkja einkenni orðflokka
    • stafsetja
    • setja verkefni skipulega fram
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa sér til ánægju og gagns
    • tileinka sér það sem hann les
    • átta sig á helstu einkennum bundins máls
    • nýta orðaforða, beita málinu og rita rétt
    • skrifa rétt upp byggða frásögn
    • vanda vinnubrögð sín
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.