Nemendur læra vinnuferli við fatasaum, taka upp snið, sníða og sauma 2-3 flíkur. Fjallað er um mismunandi gerðir efna og hvernig þau haga sér í flíkum. Saumað er með beinsaumsvél og overlock vél.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða greinarinnar
grunnatriðum í saumatækni
líkamsmálum og stærðatöflum
efnisþörf út frá sniðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota skýringamyndir og vinnulýsingar
nota mismunandi saumavélar
taka mál og færa yfir á snið
sníða efni í flíkur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
setja saman og fullvinna flíkur eftir tilbúnum sniðum
velja efni sem hæfir sniði og flík
meta og nota viðeigandi stillingar á saumavélum eftir efni og sniði
Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á verklegar æfingar, símat, tíða endurgjöf og leiðsögn.