Unnið er með hugtakið frumkvöðlafræði og hvað í því felst. Einnig er lögð inn grunnþekking í rekstri lítilla fyrirtækja. Áhersla áfangans er að vinna með hugmynd og koma henni í framkvæmd. Rík áhersla er á tengsl við nærsamfélagið.
FRUM1NR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum í fyrirtækjarekstri
sambandinu milli framboðs, eftirspurnar og verðs og lögmálunum þar um
áhrifum einokunar á markaðsverð
skattakerfinu fyrir fyrirtækjarekstur
skuldabréfum og notkun þeirra sem fjármögnunarleið
tryggingum og öðrum rekstrarkostnaði fyrirtækja
aðalatriðum varðandi skattkerfið og fyrirtækjarekstur
framleiðsluferli vöru
hugtökum tengdum siðferði í viðskiptum
lánstrausti og sköpun þess
efnahagsreikningum fyrirtækja
viðskiptaáætlunum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leita fjármagns og að setja upp hugmyndir sínar til að laða að fjárfesta
notfæra sér sölutækni og helstu hugtök markaðsfræði.
finna út hagnaðarmörk
skilgreina sölueiningu og tengsl hennar við núllpunkt
sjá möguleika sem felast í hlutabréfum og aðalatriðum sem þeim tengjast
fylla út reikninga
fara eftir reglum um ráðningar starfsmanna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
stofna sitt eigið fyrirtæki og gera það vel
reka lítið fyrirtæki
koma auga á viðskiptatækifæri í heimabyggð og annars staðar
koma eigin hugmyndum í framkvæmd á árangursríkan hátt
Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Verkefnavinna með áherslu á nærumhverfi nemenda.