Viðfangsefni áfangans er saga myndlistar og byggingarlistar frá steinöld fram á 17. öld. Hellamálverk og höggmyndir á steinöld, list Mesópótamíu, Egyptalands og Eyjahafsmenning. List Forn-Grikkja og Rómverja, býsönsk list, rómanskur stíll, gotneskur stíll, frum- endurreisn, háendurreisn og manierismi. Hugtök og heiti í listasögu. Þróun myndlistar er skoðuð í samhengi við helstu viðburði mannkynssögunnar og ríkjandi hugmyndir á hverjum tíma.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu stíltímabilum listasögunnar
þróun listar í samhengi við helstu viðburði mannkynsögunnar
hugtökum og heitum í listum hvers tímabils
helstu listamönnum hvers tíma og mikilvægi þeirra með tilliti til þróunar myndlistar
þróun byggingarlistar í samhengi við list og tækni á hverjum tíma
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tímasetja byggingar og listaverk
þekkja verk helstu listamanna hvers tímabils
greina inntak og merkingu listaverka fyrri alda
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá sig um helstu strauma og stefnur í sögu myndlistar og byggingarlistar bæði munnlega og skriflega
greina listaverk og byggingar fyrri alda út frá straumum og stefnum listasögunnar
beita helstu hugtökum greinarinnar í munnlegri og skriflegri umfjöllun um listir fyrri alda
Fjölbreytt námsmat þar sem nemandi beitir ofangreindum þekkingar-, leikni- og hæfniviðmiðum.