Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433242774.69

    Vinnustaðanám á framhaldsskólabraut
    STAR1VI05
    30
    starfsnám
    Vinnustaðanám á framhaldsskólabraut
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Kynnt eru fjölbreytt störf og mismunandi vinnustaðir á almennum vinnumarkaði. Kynningar og starfsþjálfun eru skipulögð eftir óskum og þörfum nemenda. Námið er að hluta bóklegt. Nemendur kynnast þeim almennu reglum sem gilda í mannlegum samskiptum á vinnustöðum. Fjallað er bæði um skrifaðar og óskrifaðar reglur sem gilda í samskiptum við samstarfsmenn og stjórnendur. Frætt er um réttindi og skyldur starfsmanna sem gilda á almennum vinnumarkaði. Fjallað er um stéttarfélög og hlutverk þeirra í samfélaginu.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • fjölbreyttum vinnustöðum
    • þeim hættum sem geta verið í starfsumhverfinu
    • þeim reglum sem gilda um mannleg samskipti á vinnustað
    • eigin möguleikum á starfi á almennum markaði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita fjölbreyttu verklagi
    • lesa launaseðla
    • fylgja þeim skyldum sem krafa er gerð um á vinnustöðum
    • vera meðvitaður um eigin réttindi á vinnumarkaði
    • vinna eftir skipulagi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í atvinnulífinu
    • vinna verkefni sjálfstætt eða eftir leiðsögn
    • hafa trú á eigin færni og sjálfstraust til þess að takast á við ný verkefni
    • biðja um aðstoð ef þess þarf
    • tilheyra starfsmannahópi
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.