Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433244408.12

    Grunnur í spænsku
    MÁLN1GS05
    1
    Málnotkun
    Grunnur í spænsku
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er kenndur grunnur í spænsku með það að markmiði að nemendur geti bjargað sér við einfaldar aðstæður. Nemendur eru fræddir um ýmislegt er varðar grunn og sögu tungumálsins. Lesefni og verkefni áfangans er sérsamið af kennara og er til viðbótar notuð tónlist og lagatextar til að þjálfa orðaforða og veita aukna innsýn í menningarlega þætti er varða hinn spænskumælandi heim. Nemendur eru þjálfaðir í ritun, lesskilningi, hlustun og tali. Nemendur læra helstu framburðarreglur, nauðsynlegan grunn í málfræði og málnotkun. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist sjálfstraust til að vinna sjálfstætt í verkefnum og meti stöðu sína reglulega með könnunum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • orðaforða sem fram kemur í leikni- og hæfnimarkmiðum áfangans
    • grundvallaratriðum í spænsku máli
    • bakgrunni spænskrar tungu
    • útbreiðslu málsins
    • tungumál sem haft hafa áhrif á spænsku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skilja einfalda texta um efni sem farið hefur verið í
    • skrifa einfalda texta sem innihalda orðaforða sem farið hefur verið í, heilsa, kynna sig og fjölskyldu, uppruna, tómstundir, panta mat/drykk á veitingastað, ferðamáti, fatnaður og stofnanir
    • tjá skoðanir sínar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • átta sig á innihaldi einfaldra texta
    • vinna sjálfstæð verkefni er tengjast orðaforða sem verið er að vinna með
    • leita að upplýsingum t.d. fletta upp í orðabókum eða á netinu
    • bjarga sér við einfaldar aðstæður eins og talið er upp í leikniviðmiðum áfangans
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.