Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1433251335.47

  Lífsleikni fyrir framhaldsskólabraut
  LÍFS1VÖ02
  54
  lífsleikni
  Vorönn
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Áfanginn er sniðinn að nemendum á annari önn framhaldsskólabrautar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi þess að stjórna tíma sínum og ábyrgð á námi, leik og störfum.
  • mikilvægi jákvæðrar sjálfsmyndar.
  • margbreytileika samfélagsins
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • setja sér raunhæf markmið varðandi nám og starf
  • stunda árangursríkt nám í framhaldsskóla
  • efla félagsþroska sinn og eiga góð samskipti við aðra
  • fara að lögum og reglum í samfélaginu og taka ábyrgð á gerðum sínum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • bera ábyrgð á námi sínu og stunda það af alúð og samviskusemi
  • þekkja eigin styrkleika og setja sér raunhæf markmið
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og geta lagt mat á eigið vinnuframlag
  • sýna sjálfum sér og öðrum virðingu
  • bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin gjörðum
  • taka ábyrga afstöðu til eigin velferðar og heilbrigðis
  • vera meðvitaður og gagnrýninn á áhrif fyrirmynda og staðalmynda á eigin ímynd og lífsstíl
  • bera virðingu fyrir lífsgildum og skoðunum annara
  Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, sjálfsmat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Nemendur halda vinnudagbók sem hjálpar þeim að skipuleggja vinnu sína og leggja mat á vinnuframlag sitt.