Nemendur matreiða ýmsa hagnýta, fljótlega og skemmtilega rétti. Kennd er meðferð hráefnis og um næringarinnihald matvæla, hreinlæti og vinnubrögð í eldhúsi.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnhráefnum og nýtingu þeirra til matargerðar
hreinlæti og vinnubrögðum við matreiðslu
meðhöndlun, umgengni og meðferð matvæla
mikilvægi þess að ganga vel um vélar, tæki og handverkfæri
mikilvægi öryggismála, þekkir viðbrögð við fyrstu hjálp og mikilvægi vellíðunar á vinnustað
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita almennum aðferðum og verklagi í matreiðslu á hefðbundnum heimilismat
meta næringargildi máltíða
beita hnífum, handverkfærum og tækjum í eldhúsi
greina og lesa einfaldar uppskrifir og framleiðsluleiðbeiningar og fylgja þeim eftir undir handleiðslu tilsjónarmanns á vinnustað og/eða kennara
þekkja takmörk sín í mateiðslu og vinna í hópi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
velja matreiðsluaðferðir sem hæfa hráefninu hverju sinni
vera sjálfbjarga í almennri eldamennsku
skilja mikilvægi þess að bera virðingu fyrir umhverfinu og því hráefni sem unnið er með
nýta þekkingu sína til að elda fjölbreytilegan mat
hagnýta upplýsingatækni og stærðfræðiþekkingu við lausn verkefna er tengjast matreiðslu
Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.