Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433256154.22

    Inngangur að kvikmyndagerð
    KVMG1HM05
    2
    kvikmyndagerð
    handrit, hljóðvinnsla, klipping, kvikmyndataka
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum kynnast nemendur grunnatriðum kvikmyndagerðar í gegnum stuttmynda-og/eða heimildamyndaformið. Farið er í mismunandi uppbyggingu kvikmynda eftir eðli þeirra og tegund. Nemendur læra meginatriði myndbandagerðar, gerð tökuáætlunar, undirbúning á upptökustað og grunnatriði í beitingu kvikmyndatökuvéla og klippiforrita.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grundvallaratriðum kvikmyndatöku
    • grundvallaratriðum klippingar
    • mismunandi stílum og afurðum í kvikmyndagerð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla myndbandsupptökuvél
    • vinna sjálfstætt með klippiforrit, t.d. Final Cut
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna úr hugmyndum og beita aðferðum kvikmyndarinnar til tjáningar
    • nýta sér nýja tækni og þróa sína persónulegu sýn til skapandi kvikmyndagerðar
    • beita gagnrýnni hugsun á öllum vinnslustigum kvikmyndagerðar
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Vinna nemenda í kennslustundum er metin, lögð eru fyrir einstaklings- og hópverkefni og stutt próf eftir atvikum. Lokaverkefni er metið.