Viðfangsefni áfangans er ljósmyndun á filmu og með stafrænni myndavél. Farið verður í svarthvíta framköllun og stækkun í myrkraherbergi. Farið verður í stúdíó og teknar ljósmyndir á filmu og með stafrænni myndavél. Lögð verður áhersla á gagnkvæma hugmyndavinnu, persónulegan stíl og uppbyggilega gagnrýni nemenda á verk hver annars.
LJÓS1ML05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum fótógrafískrar tækni
filmuframköllun og stækkun á ljósmyndapappír
muninum á vinnulagi eftir því hvort er myndað stafrænt eða á filmu
starfandi ljósmyndurum og listamönnum og vinnu þeirra með ljósmyndir
flokkun og varðveislu ljósmynda
öllum stjórntækjum myndavélarinnar
mikilvægi agaðra vinnubragða
umgengni og vinnubrögðum í myrkraherbergi og stúdíói
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka ljósmyndir á filmu í náttúrulegu ljósi og stúdíói
framkalla svarthvítar filmur og stækka á ljósmyndapappír
ganga um tækjabúnað og deila vinnuaðstöðu með öðrum
skipuleggja vinnuferli við hugmyndavinnu, undirbúning, framkvæmd og úrvinnslu ljósmyndaseríu
taka þátt í umræðum um ljósmyndun
skapa margvísleg áhrif með stúdíóljósum og mismunandi bakgrunnum
ræða á gagnrýninn og uppbyggilegan hátt um verk samnemenda sinna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
þróa myndhugmyndir sínar á meðvitaðan hátt, fjalla um þær og framkvæma þær
móta og þróa eigin stíl og þekkja sjálfan sig sem ljósmyndara
ræða um og gagnrýna opinskátt verk samnemenda sinna á uppbyggilegan hátt
Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, jafningjamat og leiðsögn. Nemendur skoða, skilgreina og gagnrýna verkefni hver annars og ekki síst sín eigin. Ekkert lokapróf er í áfanganum en nemendur vinna að stóru lokaverkefni og opna sýningu á verkum sínum í lok annarinnar.