Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1433259686.06

    Sérhæfð matreiðsla
    MATR2HN05
    2
    matreiðsla
    gæðastjórnun, heimabyggðarhráefni, næringarfræði., nútíma eldhús
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Flóknari matreiðsla með áherslu á hráefni úr heimabyggð ásamt því að nemendur kynnast því sem er efst á baugi í nútíma matreiðslu. Vinnubrögð samkvæmt GÁMES gæðakerfinu eru hluti af náminu. Fræðleg umfjöllun um samsetningu matvæla, hollustugildi, meðferð, verðlag og næringarþörf.
    5 eininga nám í matreiðslu á hæfniþrepi 1.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim hráefnum sem einkenna svæðið
    • meginstraumum í íslenskri og alþjóðlegri matargerð og matreiðsluhefðum
    • GÁMES gæðastjórnunarkerfinu
    • grunnatriðum í næringarfræði
    • vistvænum matvælum og sjálfbærri matvælaframleiðslu
    • reglum um viðeigandi vinnuklæðnað og verkferla sem stuðla að öruggri meðhöndlun matvæla
    • skaðlegum og hagnýtum áhrif örvera.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita ákveðnum aðferðum og verklagi sem stuðla að öryggi, vellíðan og hollustu í skóla- og vinnustaðaumhverfinu
    • beita sérhæfðum aðferðum við matreiðslu
    • afla hráefnis í heimabyggð
    • beita viðurkenndum aðferðum við val á hráefni og greint á milli möguleika ýmissa hráefna til matreiðslu matrétta
    • greina og hagnýta sértæka tölvu- og stærðfræðiþekkingu við samsetningu matseðla og útfært með tilliti til kostnaðar og næringagilda
    • gera grein fyrir ástandi matvæla með tilliti þeirra laga og reglna sem gilda um móttöku og geymslu á þeim
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna úr hráefnum úr heimabyggð á margvíslegan hátt ...sem er metið með... verklegum æfingum
    • koma auga á nýtingarmöguleika hráefnis ...sem er metið með... verkefnum og verklegum æfingum
    • elda mat á sjálfbæran og vistvænan hátt ...sem er metið með... verkefnum og verklegum æfingum
    • meta eigin getu í matreiðslu með ábyrgum hætti og nálgast viðfangsefnið af alúð og virðingu. ...sem er metið með... verklegum æfingum
    • geta rökstutt val sitt á hráefnum út frá faglegum og siðferðilegum sjónarmiðum, s.s út frá heilbrigði, heilnæmi, uppruna, rekjanleika og nýtingu ...sem er metið með... verklegum æfingum
    • geta valið viðeigandi lausnir hverju sinni við frágang, meðhöndlun hráefna og framsetningu matrétta. ...sem er metið með... verklegum æfingum
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á verklegar æfingar, símat, tíða endurgjöf og leiðsögn.